Um okkur

Apótekið sinnir allri almennri lyfsölu og lyfjatengdri þjónustu s.s. sölu á hjálpartækjum, heilsufarsmælingar, skoðun lyfjabúnaðar skipa, yfirferð og viðhald sjúkrakassa fyrir stofnanir og fyrirtæki. Við höfum mikið úrval af heilsuvörum, vítamínum, bætiefnum, líkamshirðuvörum og snyrtivörum. Auk þess bjóðum við einnig upp á lyfjaskömmtun í samstarfi við Lyfjaver sem er frumkvöðull á Íslandi í vélskömmtun lyfja.

Starfsemin fer fram að Seljavegi 2 í gamla Héðins húsinu. Afgreiðslutímar eru mánudaga til föstudaga frá 09:00 til 18:00 og laugardaga frá 10:00 til 16:00.