Þjónusta

ALMENN RÁÐGJÖF UM LYF OG LYFJANOTKUN

Hjá Reykjavíkur Apóteki starfa reynslumiklir lyfjafræðingar sem veita ráðgjöf um allt er viðkemur lyfjum og lyfjanotkun. 

Hægt er að koma til okkar á Seljaveg 2, hringja í síma 522 8400 eða senda okkur línu á reyap@reyap.is

HEIMSENDING LYFJA

Reykjavíkur Apótek býður upp á heimsendingu lyfja alla virka daga til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu þeim að kostnaðarlausu.

Hægt er að panta lyf með rafrænum hætti með því að fylla út eyðublaðið, senda okkur pöntun á reyap@reyap.is eða hringja í okkur í síma 522 8400

Pantanir sem berast fyrir kl. 15:00 eru afgreiddar samdægurs.

LYFJASKÖMMTUN

Reykjavíkur Apótek býður upp á lyfjaskömmtun í samstarfi við Lyfjaver sem er frumkvöðull á sviði tölvustýrðrar lyfjaskömmtunar. 

Hægt er að sækja lyfin til okkar eða fá heimsendingu.  

HEILSUFARSMÆLINGAR

Reykjavíkur Apótek býður upp á blóðþrýstings- og blóðsykurmælingar viðskiptavinum að kostnaðarlausu. 

Ekki þarf að panta tíma, bara mæta til okkar á Seljaveg 2.  

MIKILVÆGIR TENGLAR